Innlent

Áheitahringferð til styrktar krabbameinssjúkum börnum gengur vel

Áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna gengur vel og eru ferðalangar komnir til Egilsstaða og rúmlega hálfur tankur eftir en takmarkið er að fara hringinn í kringum landið á einum tanki.

Ferðalangarnir, Stefán Ásgrímsson frá FÍB, Óskar Örn Guðmundsson frá SKB og Þuríður Arna, fjögurra ára dóttir Óskars héldu frá Akureyri í morgun og komu til Egilsstaða laust eftir klukkan þrjú í dag. Nýi Skoda Octavia bíllinn sem þau ferðast á hefur staðist væntingar því hann er bæði þægilegur og sparneytinn. Í gær var meðaleyðslan á leiðinni frá Reykjavíkur til Akureyrar 3,6 lítrar á hundraði en 3,9 lítrar á hundraði frá Akureyri til Egilsstaða.

Til stendur að halda ferðinni áfram til Kirkjubæjarklaustur í kvöld og vera komin til baka til Reykjavíkur um hádegi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×