Innlent

Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja stíflur við Kárahnjúkavirkjun mjög öruggar

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja að stíflur við Kárahnjúkavirkjun séu mjög öruggar. Á blaðamannafundi sem Landsvirkjun boðaði til með sérfræðingum í dag, kom fram að sérfræðingarnir teldu litlar líkur á að stífluveggir myndu leka. Í raun hefði hönnun stíflumannvirkja staðið yfir allt frá áttunda áratugnum. Enginn virkjun væri hins vegar byggð án viðskiptavinar, og því hefði hönnun mannvirkjanna ekki hafist fyrr en Norsk Hydro fór að sína því áhuga að byggja hér álver í byrjun tíunda áratugarins. Byrjað verður að hleypa vatni á Hálslón í næsta mánuði en það verður ekki endanlega fyllt fyrr en næsta sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×