Innlent

Tekin ákvörðun um byggingu sundlaugar í haust

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Mynd/Vísir

Í haust verður tekin ákvörðun um byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að Halldór Halldórsson bæjarstjóri og fulltrúi einkaaðilans, sem kemur að byggingunni, muni hittast á næstu dögum til að fara yfir stöðu mála. Ýmsar útfærslur eru á rekstarsamningi milli opinberra aðila og einkafyrirtækja en enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig rekstri verður háttað. Sundlaugin á Ísafirði er komin til ára sinna en hún var tekin í notkun árið 1945 og er hún innanhús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×