Alíslenskur brúðuþáttur á Stöð 2 23. ágúst 2006 18:00 MYND/ Ari Magg Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir brúðugrínþættir hefja göngu sína. Í raun hefur það aldrei gerst áður. Búbbarnir eru því ekkert minna en bylting í íslensku sjónvarpi. Og Búbbastöðin - sem er sögusvið þáttanna - mun þar að auki valda byltingu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Búbbarnir eru alíslensk framleiðsla Hreyfimyndasmiðjunnar fyrir Stöð 2 og markar sannkölluð tímamót í sögu íslensks grínefnis fyrir sjónvarp; er brautryðjendaverk sem er allra athygli vert. Búbbarnir eru alíslenskir skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna - og eru alls ekki bannaðir fullorðnum. Búbbarnir eru hálftíma langir þættir sem gerast á Búbbastöðinni, eða nánar tiltekið NBS - Nýju Búbbastöðinni. Þar ræður hinn dularfull Brandon ríkjum en þetta rótgróna fjölskyldufyrirtæki erfði hann frá föður sínum. Starfsmenn stöðvarinnar eru margir og æði litríkir - eins og gerist reyndar og gengur á öllum alvöru fjölmiðlum - og uppákomurnar eru eftir því skrautlegar í meira lagi. Þættirnir byggjast upp á stuttum atriðum, þar sem aðalsmerkið eru alíslenskir orðaleikir, fimmaurabrandarar og hreinræktaður aulahúmor við allra hæfi - sérstaklega ungra sem aldraðra en ekki þó síst allra hinna á milli. Svo er líka mikið sungið á Búbbastöðinni og þá er oftar en ekki snúið rækilega út úr íslenskum dægurlummum sem við öll þekkum vel og dáum. Búbbarnir eru hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins unga Braga Þórs Hinrikssonar. Bragi Þór hefur verið með Búbbana í maganum í mörg ár og lengi stefnt að því að koma þeim á sjónvarpsskjáinn. Og nú hefur Stöð 2 látið þennan draum hans rætast. Bragi er sjálfmenntaður í kvikmyndagerð og hefur starfað við greinina síðan 1985. Hann stofnaði Hreyfimyndasmiðjuna 1997 og hefur leikstýrt fjölda sjónvarpsauglýsinga ásamt einni stuttmynd - Síðasta kynslóðin: Boðorðin tíu - árið 2003, sem sýnd var á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á Stuttmyndahátíð í New York. Bragi stjórnaði upptökum á bandarísku óháðu kvikmyndinn My Sweet Killer í Bandaríkjunum árið 1996.Bragi hóf ferilinn sem brúðustjórnandi í Stundinni okkar árið 1995 hjá Helgu Steffensen. Braga til halds og trausts í þessu nýjasta og metnaðarfyllsta verkefni hans og Hreyfimyndasmiðjunnar, Búbbunum, var fenginn margreyndur grínisti og grínhöfundur - sjálfur Gísli Rúnar Jónsson. Gísli Rúnar á að baki glæstan feril sem höfundur og flytjandi grínefnis af öllum mögulegum toga. Hann er aðalhandritshöfundur Búbbanna en það mætti einmitt orða það svo að í brúðugríninu sé hann á heimavelli enda er Gísli Rúnar maðurinn á bak við eina dáðustu og lífseigustu íslensku brúðu sem um getur, brúðupiltinn skarpskýra og málglaða Pál Vilhjálmsson. Palli - eins og hann var þá jafnan kallaður - rabbaði sig sínum hása rómi inn í hug og hjörtu þjóðarinnar er hann stýrði Stundinni okkar ásamt vinkonu sinni Sirrý á 8. áratug síðustu aldar. Palli hans Gísla Rúnars vakti ómælda kátínu fyrir orðheppni sína og makalausar vangaveltur um lífið og tilveruna og hefur minning hans varðveist á plötu sem ennþá er spiluð út í gegn og fram og aftur af börnum á öllum aldri. Og nú er Gísli Rúnar enn og aftur kominn í brúðugrínið og farinn að vinna með forföllnum brúðugrínunnanda sem Bragi er. Auk þeirra tveggja koma að handrita- og brandarasmíðinni þeir Sveppi og Vilhjálmur Goði. Sveppi - eða Sverrir Þór Sverrisson - hefur verið einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins síðustu árin; ekki aðeins sem hluti af 70 mínútum og Strákunum heldur einnig í hlutverki Kalla á þakinu og í grínþáttunum vinsælu Svínasúpunni. Vilhjálmur Goði Friðriksson hefur af sama skapi komið víða við á tónlistar- og leiksviðinu og þykir einhver allra fyndnasti maður landsins. Þeir Bragi Þór, Vilhjálmur Goði og Sveppi ljá hinum mörgu og skrautlegu brúðum kostulegar raddir sínar en auk þeirra fá Búbbarnir að njóta óborganlegra grínbarka þeirra Jóhanns G. Jóhannssonar og Björgvins Franz Gíslasonar. Þessa landsþekktu grínara og leikara þarf vart að kynna. Jóhann G. er leikari að mennt og hefur komið mikið við sögu hjá stóru leikhúsunum síðustu árin. Hann hefur ekki hvað síst verið áberandi í leikverkum ætluðum yngri áhorfendum og það eru einmitt hinir yngstu sem þekkja hann hvað best, sem geimveran Bárður, vinur Birtu, í Stundinni okkar, en Jóhann G. hefur getið sér gott orð sem annar umsjónarmaður þessa fornfræga barnaþáttar á Ríkissjónvarpinu. Björgvin Franz er einnig lærður leikari og er óhætt að fullyrða að hann hafi slegið í gegn í síðasta Áramótaskaupi þar sem hann fór á kostum í ólíkum hlutverkum þjóðþekktra einstaklinga. Björgvin Franz er sonur leikaranna Gísla Rúnars og Eddu Björgvinsdóttur og á því ekki langt að sækja leik- og grínhæfileikana. Það mætti því segja að hann hafi fengið brúðuraddirnar í vöggugjöf og gefst nú loksins í Búbbunum kjörið tækifæri til þess að nýta til hins ýtrasta þá einstöku náðargift. Brúðurnar í Búbbunum og allt útlit þáttana og hönnun er nær alfarið unnin af íslensku fagfólk. Ber þar helst að nefna hönnuð og skaparabrúðanna, Stefán Jörgen Ágústsson, sem einnig hefur yfirumsjón með hreyfingu þeirra. Jón Ólafsson á veg og vanda af tónlistarflutningi í þáttunum, ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum, og er óhætt að fullyrða að landsmenn eigi eftir að fá sjálft Búbbalagið, upphafslag þáttarins algjörlega á heilann. Lífið Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir brúðugrínþættir hefja göngu sína. Í raun hefur það aldrei gerst áður. Búbbarnir eru því ekkert minna en bylting í íslensku sjónvarpi. Og Búbbastöðin - sem er sögusvið þáttanna - mun þar að auki valda byltingu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Búbbarnir eru alíslensk framleiðsla Hreyfimyndasmiðjunnar fyrir Stöð 2 og markar sannkölluð tímamót í sögu íslensks grínefnis fyrir sjónvarp; er brautryðjendaverk sem er allra athygli vert. Búbbarnir eru alíslenskir skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna - og eru alls ekki bannaðir fullorðnum. Búbbarnir eru hálftíma langir þættir sem gerast á Búbbastöðinni, eða nánar tiltekið NBS - Nýju Búbbastöðinni. Þar ræður hinn dularfull Brandon ríkjum en þetta rótgróna fjölskyldufyrirtæki erfði hann frá föður sínum. Starfsmenn stöðvarinnar eru margir og æði litríkir - eins og gerist reyndar og gengur á öllum alvöru fjölmiðlum - og uppákomurnar eru eftir því skrautlegar í meira lagi. Þættirnir byggjast upp á stuttum atriðum, þar sem aðalsmerkið eru alíslenskir orðaleikir, fimmaurabrandarar og hreinræktaður aulahúmor við allra hæfi - sérstaklega ungra sem aldraðra en ekki þó síst allra hinna á milli. Svo er líka mikið sungið á Búbbastöðinni og þá er oftar en ekki snúið rækilega út úr íslenskum dægurlummum sem við öll þekkum vel og dáum. Búbbarnir eru hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins unga Braga Þórs Hinrikssonar. Bragi Þór hefur verið með Búbbana í maganum í mörg ár og lengi stefnt að því að koma þeim á sjónvarpsskjáinn. Og nú hefur Stöð 2 látið þennan draum hans rætast. Bragi er sjálfmenntaður í kvikmyndagerð og hefur starfað við greinina síðan 1985. Hann stofnaði Hreyfimyndasmiðjuna 1997 og hefur leikstýrt fjölda sjónvarpsauglýsinga ásamt einni stuttmynd - Síðasta kynslóðin: Boðorðin tíu - árið 2003, sem sýnd var á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á Stuttmyndahátíð í New York. Bragi stjórnaði upptökum á bandarísku óháðu kvikmyndinn My Sweet Killer í Bandaríkjunum árið 1996.Bragi hóf ferilinn sem brúðustjórnandi í Stundinni okkar árið 1995 hjá Helgu Steffensen. Braga til halds og trausts í þessu nýjasta og metnaðarfyllsta verkefni hans og Hreyfimyndasmiðjunnar, Búbbunum, var fenginn margreyndur grínisti og grínhöfundur - sjálfur Gísli Rúnar Jónsson. Gísli Rúnar á að baki glæstan feril sem höfundur og flytjandi grínefnis af öllum mögulegum toga. Hann er aðalhandritshöfundur Búbbanna en það mætti einmitt orða það svo að í brúðugríninu sé hann á heimavelli enda er Gísli Rúnar maðurinn á bak við eina dáðustu og lífseigustu íslensku brúðu sem um getur, brúðupiltinn skarpskýra og málglaða Pál Vilhjálmsson. Palli - eins og hann var þá jafnan kallaður - rabbaði sig sínum hása rómi inn í hug og hjörtu þjóðarinnar er hann stýrði Stundinni okkar ásamt vinkonu sinni Sirrý á 8. áratug síðustu aldar. Palli hans Gísla Rúnars vakti ómælda kátínu fyrir orðheppni sína og makalausar vangaveltur um lífið og tilveruna og hefur minning hans varðveist á plötu sem ennþá er spiluð út í gegn og fram og aftur af börnum á öllum aldri. Og nú er Gísli Rúnar enn og aftur kominn í brúðugrínið og farinn að vinna með forföllnum brúðugrínunnanda sem Bragi er. Auk þeirra tveggja koma að handrita- og brandarasmíðinni þeir Sveppi og Vilhjálmur Goði. Sveppi - eða Sverrir Þór Sverrisson - hefur verið einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins síðustu árin; ekki aðeins sem hluti af 70 mínútum og Strákunum heldur einnig í hlutverki Kalla á þakinu og í grínþáttunum vinsælu Svínasúpunni. Vilhjálmur Goði Friðriksson hefur af sama skapi komið víða við á tónlistar- og leiksviðinu og þykir einhver allra fyndnasti maður landsins. Þeir Bragi Þór, Vilhjálmur Goði og Sveppi ljá hinum mörgu og skrautlegu brúðum kostulegar raddir sínar en auk þeirra fá Búbbarnir að njóta óborganlegra grínbarka þeirra Jóhanns G. Jóhannssonar og Björgvins Franz Gíslasonar. Þessa landsþekktu grínara og leikara þarf vart að kynna. Jóhann G. er leikari að mennt og hefur komið mikið við sögu hjá stóru leikhúsunum síðustu árin. Hann hefur ekki hvað síst verið áberandi í leikverkum ætluðum yngri áhorfendum og það eru einmitt hinir yngstu sem þekkja hann hvað best, sem geimveran Bárður, vinur Birtu, í Stundinni okkar, en Jóhann G. hefur getið sér gott orð sem annar umsjónarmaður þessa fornfræga barnaþáttar á Ríkissjónvarpinu. Björgvin Franz er einnig lærður leikari og er óhætt að fullyrða að hann hafi slegið í gegn í síðasta Áramótaskaupi þar sem hann fór á kostum í ólíkum hlutverkum þjóðþekktra einstaklinga. Björgvin Franz er sonur leikaranna Gísla Rúnars og Eddu Björgvinsdóttur og á því ekki langt að sækja leik- og grínhæfileikana. Það mætti því segja að hann hafi fengið brúðuraddirnar í vöggugjöf og gefst nú loksins í Búbbunum kjörið tækifæri til þess að nýta til hins ýtrasta þá einstöku náðargift. Brúðurnar í Búbbunum og allt útlit þáttana og hönnun er nær alfarið unnin af íslensku fagfólk. Ber þar helst að nefna hönnuð og skaparabrúðanna, Stefán Jörgen Ágústsson, sem einnig hefur yfirumsjón með hreyfingu þeirra. Jón Ólafsson á veg og vanda af tónlistarflutningi í þáttunum, ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum, og er óhætt að fullyrða að landsmenn eigi eftir að fá sjálft Búbbalagið, upphafslag þáttarins algjörlega á heilann.
Lífið Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira