Innlent

Gæti hafað skaðað sig sjálfur

Lögreglan hefur ekki útilokað að maðurinn, sem ráðist virðist hafa verið á á Kárahnjúkum aðfaranótt sunnudags, hafi veitt sér áverkana sjálfur.

Kínverjinn sem fluttur var með þyrlu til Reykjavíkur á sjúkrahús eftir líkamsmeiðingar aðfaranótt sunnudags hefur verið yfirheyrður í dag. Til stóð að hann færi austur í gær þar sem lögreglan á Egilsstöðum ætlaði að taka af honum skýrslu. Maðurinn er enn þá í Reykjavík þar sem hann hefur verið yfirheyrður í dag. Ekki hefur verið útilokað að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana en hann var með nokkuð mörg ljót sár á höfði og hálsi. Áverkarnir reyndust ekki eins alvarlegir og í fyrstu var talið. Þá er talið að hurðin að herbergi mannsins hafi verið læst innan frá. Sjálfur heldur hann því fram að grímuklæddir menn hafi ráðist á hann.

Um tólf hundruð starfa hjá Impreglio á Kárahnjúkum, þar af eru um sex hundruð Kínverjar. Ómar segir þá koma í gegnum fyrirtækið sjálft en ekki starfsmannaleigur. Impreglio hefur unnið að stórum verkefnum í Asíu og hafa margir kínversku starfsmannanna áður unnið hjá fyrirtækinu þar og því fylgt því hingað til Íslands. Úthöldin eru fimm og hálfur mánuður í einu en þá kemur fimmtán daga frí sem þeir nýta til heimferðar á kostnað fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×