Innlent

Tryggja seljendur fyrir göllum fasteigna

MYND/Hörður

Söluvernd er ný trygging frá Vátryggingafélagi Íslands. Tryggingin bætir fjártjón seljenda vegna skaðabótakrafna sem upp kunna að koma, að hálfu kaupenda, vegna galla á  fasteigninni. 

Í tilkynningu frá VÍS segir að slíkar tryggingar hafi reynst vel víða erlendis og full þörf er talin á þeim hérlendis, því fyrirspurnum og málarekstri vegna gallamála fari stöðugt fjölgandi.

Söluvernd byggir á lögum um fasteignakaup og tekur VÍS að sér að greiða skaðabótakröfu á hendur seljanda fasteignar ef umkvörtun kaupanda telst galli í skilningi laga um fasteignakaup og er tryggingin því bæði til hagsbóta fyrir seljendur og kaupendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×