Innlent

Fjármálavefurinn MSN fer yfir viðskipti Jóns Ásgeirs í Bretlandi

Mynd/Heiða Helgadóttir
Fjármálavefur MSN greinir frá því í dag að ljóshærði víkingurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi á undanförnum árum fjárfest í breskri smásöluverslun fyrir milljarða punda í Bretlandi, nú síðast með kaupum á House of Fraiser fyrir um 47 milljarða króna. Í nokkuð langri grein er það rakið hverning þessi 38 ára gamli Íslendingur hafi frá árinu 2001 keypt allt frá leikfangaverslunarkeðjunni Hamleys til tískuhúsanna Oasis, Karen Millen, Jane Norman og Whistles, heildsöluna Whittards og, það sem er kannski mest viðeigandi, matvælafyrirtækið Iceland. Síðan er greint frá öðrum viðskiptatilraunum Baugs og Jóns Ásgeirs. Minnst er á málaferlin gegn fyrirtækinu á Íslandi og framvindu þeirra og getgátur um hagnað fyrirtækja Baugs í Bretlandi, sem Jón Ásgeir segir hafa verið um 40 milljarða á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×