Innlent

Ætla að safna fyrir skóla í Pakistan

Borgarholtsskóli heldur upp á tíu ára afmæli sitt með fjársöfnun sem vonast er til að dugi fyrir nýjum skóla í Pakistan. Fjölfatlaður drengur, sem útskrifaðist úr Borgarholtsskóla í vor, hefur ákveðið að gefa eitt hundrað og sextíu þúsund krónur í söfnunina.

Fjöldi fólks mætti í tíu ára afmælisveislu yngsta framhaldsskóla Höfuðborgarsvæðisins í dag. Skólinn hefur dafnað vel á þessum tíu árum og nemendurnir nú þrettán hundruð talsins. Og skólinn ætlar að nýta sér þetta tilefni til þess að láta gott af sér leiða. Í samvinnu við ABC-barnahjálp og Grafarvogskirkju hefur skólinn ákveðið að efna til fjársöfnunar og peninginn á að nota til að hjálpa börnum í landi þar sem tækifærin eru ekki alveg þau sömu og hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×