Sport

Sebastien Loeb í metabækurnar

Sebastien Loeb skráði nafn sitt í rallsögubækur í dag, en þessi frábæri 32 ára gamli ökumaður hefur verið gjörsamlega ósigrandi síðustu þrjú ár
Sebastien Loeb skráði nafn sitt í rallsögubækur í dag, en þessi frábæri 32 ára gamli ökumaður hefur verið gjörsamlega ósigrandi síðustu þrjú ár NordicPhotos/GettyImages

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb komst í metabækurnar í dag þegar hann vann nauman sigur í Japanskappakstrinum. Þetta var í 27. sinn sem hann sigrar í keppni á heimsmeistaramótinu og skaust hann þar með upp fyrir spænska ökuþórinn Carlos Sainz sem vann 26 keppnir á ferlinum. Loeb ekur á Citroen, en Finninn Marcus Grönholm á Ford varð annar og landi hans Mirkko Hirvonen á Ford varð þriðji.

Sebastien Loeb hefur nú 33 stiga forskot í keppni ökumanna á heimsmeistaramótinu og er á góðri leið með að tryggja sér þriðja titilinn í röð. Hann hefur unnið sigur á 7 af 11 mótum það sem af er árinu og hefur nú slegið met Sainz þrátt fyrir að hafa ekið í aðeins tæp fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×