Ræðst á næstu vikum 3. september 2006 18:45 Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum. Fréttir Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira