Innlent

Kvikmynd á leiðinni?

Undirbúningur að kvikmynd um Baugsmálið er hafinn. Þetta segir Jóhannes Jónsson í Bónus í viðtali við Sirrý í þættinum Örlagadeginum, sem sýndur verður á NFS í kvöld.

Baugsmálið hefur tekið á sig ýmsar myndir, enda staðið yfir um nokkurra ára skeið. Í þættinum Örlagadeginum fyrir viku sagði Jóhannes Jónsson í bónus að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins hefði ráðlagt sér að koma sér burt úr íslensku viðskiptalífi, þegar hann bað um að fyrrverandi konunni sinni yrði haldið utan við málið í fjölmiðlum. Í seinni hluta viðtalsins sem Sigríður Árnadóttir tók við hann og sýnt verður í kvöld, upplýsir Jóhannes að baugsmálið eigi enn eftir að fara í nýjan farveg og að þessu sinni farveg sem kannski fæstir hefðu búist við. Hann segir að til standi að gera kvikmynd um málið og undirbúningur hennar hafi staðið síðan málið hófst. Spurður um frumsýningardaginn segir hann ekkert hægt að segja um það á meðan ekki liggi fyrir hvenær málinu sjálfu ljúki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×