Innlent

Sameining spítalanna misráðin

Landspítali - háskólasjúkrahús í Fossvogi
Landspítali - háskólasjúkrahús í Fossvogi MYND/GVA

Læknafélag Íslands telur að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið misráðin og að hagræðingin sem stefnt var að hafi einungis komið fram í fækkun sjúkrarúma. Þetta kemur fram í greinargerð með ályktun félagsins á aðalfundi þess fyrir helgi. Þar segir að samkeppni milli sjúkrastofnana sé vanmetin en sé ekki síður mikilvæg en samkeppni á milli háskóla. Þá ályktar félagið einnig að yfirstjórn Landspítalans hafi brotið gegn hagsmunum sjúklinga og lögum með uppsögn Stefáns Magnússonar yfirlæknir og skorar á heilbrigðismálayfirvöld og stjórnendur spítala að veita Stefáni aftur fyrra starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×