Sport

Undankeppni EM er gölluð

NordicPhotos/GettyImages

Chris Waddle, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að riðlakeppnin í forkeppni EM sé gölluð, því lélegar smáþjóðir eins og Andorra séu að eyða tíma sterkari liðanna. Enska landsliðið lagði Andorra 5-0 um helgina og á tíðum var leikurinn hreint út sagt hallærislegur á að horfa.

"Það er bara ekki rétt gagnvart stuðningsmönnum liðsins að bjóða upp á svona leiki, sem eru hálfgerður farsi. Getumunurinn er svo gríðarlegur að fólk bara nennir ekki að horfa á þessa leiki. Með fullri virðingu fyrir smáliðum eins og Andorra, ættu þau frekar að keppa saman í sérstökum riðli, þar sem t.d. tvö lið kæmust áfram og ættu möguleika á að stríða stórþjóðunum," sagði Waddle, en Arsene Wenger hjá Arsenal tók í sama streng og sagði að í mesta lagi 20% landsleikjanna um helgina hefði verið á einhvern hátt þess virði að horfa á þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×