Hátt matarverð heimatilbúinn vandi 7. september 2006 12:29 Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni. Samtök verslunar og þjónustu stóðu í morgun fyrir fundi á Nordica-hótelinu þar sem lækkun matarverðs var til umræðu. Þykir sumum sem hægt gangi að vinna úr tillögum nefndar um matvælaverð sem skilaði af sér skýrslu í sumar. Nefndin klofnaði reyndar í afstöðu sinni en meðal þeirra hugmynda sem ræddar eru eru nýtt virðisaukaskattþrep, afnám vörugjalds og einnig afnám tollaverndar í landbúnaði. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ var meðal þeirra sem héldu framsögu á fundinum. Hann benti á að samkeppnislög giltu ekki um landbúnað líkt og aðrar atvinnugreinar í landinu. Hann sagði enn fremur að breytingar hefðu orðið í landbúnaði en þær hefðu orðið á hraða snigilsins. Hátt matvælaverð væri heimatilbúinn vandi en ekki væri legu eða fámenni um að kenna. Vörugjöld og tolla þyrfti að afnema því þeir hefðu lítil áhrif á tekjur ríkissjóðs en hann lagði þó áherslu á að fara ætti hægt breytingarnar á kerfunum. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á fundinum. Aðspurður hvort tillagna væri að vænta frá ríkisstjórnni til lækkunar matarverðs sagði hann að menn væru að skoða vörugjaldaþáttinn og hann byggist við tillögum þar að lútandi fljótlega. Pétur sagði enn fremur að hann teldi að bændur væru tilbúnir að skipta up gír og auka samkeppni sín í milli. Dæmi frá útlöndum sönnuðu að styrkir væru slæmir fyrir landbúnað. Það yrði vissulega eitthvert áfall við breytingarnar en það tæki tvö til þrjúr ár og en menn stæðu sterkari í kjölfarið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni. Samtök verslunar og þjónustu stóðu í morgun fyrir fundi á Nordica-hótelinu þar sem lækkun matarverðs var til umræðu. Þykir sumum sem hægt gangi að vinna úr tillögum nefndar um matvælaverð sem skilaði af sér skýrslu í sumar. Nefndin klofnaði reyndar í afstöðu sinni en meðal þeirra hugmynda sem ræddar eru eru nýtt virðisaukaskattþrep, afnám vörugjalds og einnig afnám tollaverndar í landbúnaði. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ var meðal þeirra sem héldu framsögu á fundinum. Hann benti á að samkeppnislög giltu ekki um landbúnað líkt og aðrar atvinnugreinar í landinu. Hann sagði enn fremur að breytingar hefðu orðið í landbúnaði en þær hefðu orðið á hraða snigilsins. Hátt matvælaverð væri heimatilbúinn vandi en ekki væri legu eða fámenni um að kenna. Vörugjöld og tolla þyrfti að afnema því þeir hefðu lítil áhrif á tekjur ríkissjóðs en hann lagði þó áherslu á að fara ætti hægt breytingarnar á kerfunum. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á fundinum. Aðspurður hvort tillagna væri að vænta frá ríkisstjórnni til lækkunar matarverðs sagði hann að menn væru að skoða vörugjaldaþáttinn og hann byggist við tillögum þar að lútandi fljótlega. Pétur sagði enn fremur að hann teldi að bændur væru tilbúnir að skipta up gír og auka samkeppni sín í milli. Dæmi frá útlöndum sönnuðu að styrkir væru slæmir fyrir landbúnað. Það yrði vissulega eitthvert áfall við breytingarnar en það tæki tvö til þrjúr ár og en menn stæðu sterkari í kjölfarið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira