Innlent

Fylkisþingmenn frá Kaliforníu í heimsókn

MYND/Stefán

Sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 7.-13. september. Fyrir sendinefndinni fer öldungadeildarþingmaðurinn Tom Torlakson en hann er af íslenskum ættum.

Fylkisþingmennirnir munu m.a. kynna sér orkumál, auðlindanotkun, sjávarútvegsmál og efnahagsmál. Þeir hefja heimsóknina á Austurlandi þar sem þeir skoða framkvæmdir við Kárahnjúka og álverið í Reyðarfirði og ferðast síðan um Suðurland þar sem þeir kynna sér ferða- og atvinnumál. Þeir heimsækja Alþingi og eiga fund með forseta Alþingis og með fulltrúum þingflokka. Þeir hitta enn fremur forseta Íslands, forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra, eiga fundi í Seðlabankanum og Háskóla Sameinuðu þjóðanna og heimsækja Nesjavallavirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×