Innlent

Árni býður sig fram í Suðurkjördæmi

MYND/GVA

Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Þetta tilkynnti ráðherra á fundi á Kaffitári í Reykjanesbæ.

Árni hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991, fyrst í Reykjaneskjördæmi og nú síðustu fjögur ár í forystusæti í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum svokallaða. Orðrómur hafði verið á kreiki um að hann hygðist bjóða sig fram í Suðurkjördæmi þar sem talið er að varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, geri tilkall til forystu í Suðvesturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú með þrjá þingmenn í Suðurkjördæmi, þau Drífu Hjartardóttur, Guðjón Hjörleifsson og Kjartan Ólafsson og engar fregnar hafa borist af því að þau ætli að hætta þingmennsku. Þá hefur Árni Johnsen fengið uppreist æru og jafnvel búist við að hann sækist eftir sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×