Innlent

Efnistaka við Eyvindará hafi ekki verulega neikvæð áhrif

MYND/Heiður Ósk

Skipulagsstofnun hefur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð efnistaka við Eyvindará á Fljótsdalshéraði eins og hún sé kynnt í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum valdi ekki verulega neikvæðum og óafturkræfum sjónrænum áhrifum.

Gert er ráð fyrir allt að 410 þúsund rúmmetra efnistöku á 30 árum og Skipulagsstofun segir hana ekki hafa áhrif á náttúrufar, útivist og ferðaþjónustu að uppfylltum tveimur skilyrðum.

Annars vegar að Fljótsdalshérað gangi frá því í efnistökuáætlun hvernig leiðigarðar og efnishaugar verði mótaðir og geymslu tækja hagað, þannig að sem best fari á hverjum tíma. Kannað verði magn jarðvegs, á hverju undirsvæði, sem þarf að haugsetja og gengið frá því í efnistökuáætlun hvernig frágangi jarðvegshauga verði hagað m.t.t. þess að sjónræn áhrif, fok og úrrennsli verði lágmörkuð.

Hins vegar að sveitarfélagið standi fyrir athugunum á því hvernig áin grefur niður farveg sinn ofan efnistökusvæðisins í framhaldi af vinnslu hvers undirsvæðis. Tekið verði tillit til niðurstöðu þeirra athugana við ákvörðun um vinnsludýpi á efri svæðum með það að markmiði að lágmarka landrof og óæskileg áhrif sem því kunna að fylgja, ofan vinnslusvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×