Lífið

Jakobínarína ein þriggja sveita á hátíðinni

MYND/E.Ól.

Hafnfirska rokksveitin Jakobínarína er meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Ein helsta von Svía í rokkbransanum um þessar mundir, Love is All, og hinir innfæddu Tilly and the Wall, sem fyrir skemmstu gaf út sina aðra breiðskífu 'Bottoms of Barrales' hjá hinni skemmtilegu Moshi Moshi plötuútgáfu, koma einnig fram á tónleikunum sem haldnir eru undir formerkjunum 'A Taste of Airwaves' og fara fram í London's King's College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18. - 22. október.

Airwaves tónleikarnir í London eru haldnir í samvinnu við og með dyggum stuðningi Icelandair. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kynna Iceland Airwaves fyrir starfsmönnum tónlistarbransans og fjölmiðlum í London - og hinum almenna tónlistaráhugamanni í borginni. Með tónleikunum vilja aðstandendur hátíðarinnar og Icelandair einnig aðstoða hljómsveitina Jakobínarínu við að kynna tónleika sína á Airwaves í haust og væntanlega breiðskífu sem koma mun út hjá hinni virtu plötuútgáfu Rough Trade. Í framhaldi af Airwaves tónleikunum í London mun Jakobínarína halda í tónleikaferð með Love is All og leika í Sheffield, Glasgow, Manchester, Birmingham og Oxford dagana 14. til 18. september.

Framkvæmd Iceland Airwaves er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×