Sport

Sló öll aðsóknarmet um helgina

Jón Páll og Bill Kazmaier voru miklir keppinautar á velli, en Kazmaier fer fögrum orðum um Jón þessari frábæru heimildarmynd um einhvern merkasta Íslending sem uppi hefur verið
Jón Páll og Bill Kazmaier voru miklir keppinautar á velli, en Kazmaier fer fögrum orðum um Jón þessari frábæru heimildarmynd um einhvern merkasta Íslending sem uppi hefur verið NordicPhotos/GettyImages

Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál sem byggð er á ævi kraftajötunsins Jóns Páls Sigmarssonar, sló öll aðsóknarmet í kvikmyndahúsum þegar hún var frumsýnd um helgina. Tvöfalt fleiri sáu myndina en heimildarmyndina Blindsker um Bubba Morthens á sínum tíma og reiknað er með að hún eigi eftir að verða vinsælasta heimildarmynd sem gerð hefur verið á Íslandi.

Það var Steingrímur Þórðarson sem leikstýrði myndinni og sagðist hann í samtali við Fréttablaðið í dag vera hrærður yfir þeim móttökum sem hún hefur fengið. "Við bjuggumst við góðri aðsókn en ekki svona mikilli," sagði Steingrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×