Innlent

Lýsir yfir stuðningi við starfsemi Barnahúss

MYND/E.Ól

Kvenfélagasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við starfssemi Barnahúss og minnt á ályktun þess efnis sem samþykkt var á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri í sumar.

 

Ályktunin er svohljóðandi: „Landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið á Akureyri 23.-25. júní leggur til að allar skýrslur sem taka þarf af börnum sem brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði undantekningalaust teknar í Barnahúsi. Dómarar í slíkum málum geti ekki fært skýrslutökustað að vild, en séu skyldaðir tilað virða óskir brotaþola þar um. Brotaþoli þurfi aldrei að hafa meintan geranda viðstaddan skýrslutöku. Tryggja þarf að Barnahús fái nægt fjármagn til starfseminnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×