Innlent

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur

MYND/Haraldur

Rólegra var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt miðað við þá síðustu. Svo virðist sem gestir borgarinnar hafi hagað sér betur en sama er þó ekki hægt að segja um ökumenn en alls voru sjö kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni.

Pétur Guðmundsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar í Reykjavík, segist hissa á hversu illa gangi að koma fólki í skilning um að þó það hafi aðeins drukkið þrjá til fjóra bjóra, geti það ekki keyrt, áhrifin séu til staðar þó fólki finnist annað. Þá vill hann benda á að alls þurfi að líða tólf klukkustundir frá því það drekkur svo mikið magn þar til það má setjast undir stýri á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×