Á fimmta hundrað eiga von á sektum 20. september 2006 13:26 420 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 kílómetra leyfilegan hámarkshraða á Hringbrautinni um síðustu helgi. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglu óku hinir brotlegu að jafnaði á tæplega 85 km hraða. Fyrir það þarf hver um sig að greiða 15.000 krónur í sekt. Níu voru mældir á 100 eða þar yfir en sá sem hraðast ók var á 124 km hraða. Sektir þessara ökumanna verða á bilinu 30 til 60 þúsund krónur, auk þess sem einn til þrír punktar bætast í ökuferilsskrá, fari hraðinn 51 kílómetra eða meira yfir leyfilegan hámarkshraða. Umrædd myndavél er staðsett á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu en á áðurnefndum tíma var sex ökutækjum ekið gegn rauðu ljósi. Hinir sömu eiga líka 15 þúsund króna sekt yfir höfði sér. Umferðin í gær gekk að sögn lögreglu þokkalega í höfuðborginni að því undanskildu að umferðaróhapp varð í Ártúnsbrekkunni. Af því hlutust miklar tafir eins og fram hefur komið. Þar fór þó betur en á horfðist. Sama má segja um óhapp sem varð um kvöldmatarleytið í gær. Þá kastaðist 7 ára barn í framrúðu bíls. Þrátt fyrir það slappið barnið við teljandi meiðsli en það var ekki í bílbelti. Þá stöðvaði lögreglan liðlega þrítugan ökumann sem virtist mjög annars hugar. Hann fór öfuga leið í hringtorgi og talaði jafnframt í síma án þess að vera með handfrjálsan búnað. Aksturslag af þessu tagi býður hættunni heim enda þýðir ekkert að vera utangátta í umferðinni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
420 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 kílómetra leyfilegan hámarkshraða á Hringbrautinni um síðustu helgi. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglu óku hinir brotlegu að jafnaði á tæplega 85 km hraða. Fyrir það þarf hver um sig að greiða 15.000 krónur í sekt. Níu voru mældir á 100 eða þar yfir en sá sem hraðast ók var á 124 km hraða. Sektir þessara ökumanna verða á bilinu 30 til 60 þúsund krónur, auk þess sem einn til þrír punktar bætast í ökuferilsskrá, fari hraðinn 51 kílómetra eða meira yfir leyfilegan hámarkshraða. Umrædd myndavél er staðsett á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu en á áðurnefndum tíma var sex ökutækjum ekið gegn rauðu ljósi. Hinir sömu eiga líka 15 þúsund króna sekt yfir höfði sér. Umferðin í gær gekk að sögn lögreglu þokkalega í höfuðborginni að því undanskildu að umferðaróhapp varð í Ártúnsbrekkunni. Af því hlutust miklar tafir eins og fram hefur komið. Þar fór þó betur en á horfðist. Sama má segja um óhapp sem varð um kvöldmatarleytið í gær. Þá kastaðist 7 ára barn í framrúðu bíls. Þrátt fyrir það slappið barnið við teljandi meiðsli en það var ekki í bílbelti. Þá stöðvaði lögreglan liðlega þrítugan ökumann sem virtist mjög annars hugar. Hann fór öfuga leið í hringtorgi og talaði jafnframt í síma án þess að vera með handfrjálsan búnað. Aksturslag af þessu tagi býður hættunni heim enda þýðir ekkert að vera utangátta í umferðinni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira