Innlent

Virðisaukaskattur á matvælum verið lækkaður um tíu prósent

MYND/Sigurður Jökull

Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á matvælum, eða svonefndan matarskatt, úr 14 prósentum niður í 4 prósent, samkvæmt heimildum Ríkissjónvarpsins. Miðað við að fjögurra manna fjölskylda verji um 600 þúsund krónum á ári til matvælakaupa myndi sá kostnaðarlækkun lækka um 60 þúsund krónur á ári eða fimm þúsund krónur á mánuði. Þetta myndi líka slá á hækkun vísitölu neysluverðs og þar með á lánavísitöluna þannig að afborganir yrðu ekki eins miklar og ella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×