Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs 25. september 2006 10:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira