Viðskipti erlent

FlyMe hætt við Lithuanian Airlines

Ein af vélum FlyMe.
Ein af vélum FlyMe.

Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur hætt við yfirtöku á Lithuanian Airlines eftir að niðurstöður áreiðanleikakönnunar lágu fyrir. Fons, stærsti hluthafinn í FlyMe, eignaðist um þriðjungshlut í Lithuanian Airlines snemma á árinu og var ætlunin að FlyMe eignast allt félagið. Í staðinn hefur Lithuanian Airlines leigt tvær tvær Boeing 737-500 til FlyMe.

Jafnframt hafa forsvarsmenn FlyMe tekið þá ákvörðun að kaupa ekki rúman helmingshlut í breska leiguflugfélaginu Astraeus. Félögin hafa hins vegar tekið upp samstarf sem felst í því að Astraeus leigir FlyMe tvær Boeing 737-700.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×