Innlent

Ísland færist upp um tvö sæti á lista WEF um samkeppnishæfni

MYND/Vilhelm

Ísland er fjórtánda samkeppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna Wold Economic Forum. Sviss er samkepnnishæfasta hagkerfi heimsins en þar á eftir koma Finnland, Svíþjóð og Danmörk.

Frændur okkar Norðmenn eru með tólfta samkeppnishæfasta hagkerfið sem þýðir að Ísland er neðst á listanum af norrænu ríkjunum. Bandaríkin sem í fyrra voru samkeppnishæfasta ríkið er nú í sjötta sæti. Tsjad, Búrúndí og Angóla verma hins vegar botnsætin á listanum.

Við röðun á listann er horft til upplýsinga um landið sem fyrir hendi eru ásamt því að gerð er skoðanakönnun meðal leiðtoga í viðskiptalífi landanna sem á listanum eru. Í fimmtán efstu sætunum eru þessi lönd:

1. Sviss

2. Finnland

3. Svíþjóð

4. Danmörk

5. Singapúr

6. Bandaríkin

7. Japan

8. Þýskaland

9. Holland

10. Bretland

11. Hong Kong

12. Noregur

13. Taívan

14. Ísland

15. Ísrael




Fleiri fréttir

Sjá meira


×