Íslenski boltinn

Mannabreytingar hjá ÍA

Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu.

 

"Stjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að gera breytingu á skipan rekstrarstjórn meistaraflokks og 2. flokks. Þeir Eiríkur Guðmundsson, formaður, Vilhjálmur Birgisson, Einar Viðarsson og Einar Guðleifsson hafa óskað eftir því að vera leystir undan starfsskyldum sínum og hefur stjórn félagsins fallist á þá ósk þeirra.

Í framhaldi af því hefur stjórn Knattspyrnufélags ÍA skipað eftirtalda aðila í nýja stjórn rekstrarfélagsins: Gísli Gíslason, formaður, Örn Gunnarsson, varaformaður, Alexander Eiríksson, Sigmundur Ámundason, gjaldkeri og Magnús Daníel Brandsson. Að auki eru eftirtaldir skipaðir sem varafulltrúar í stjórnina: Pétur Óðinsson, Sigþór Eiríksson og Jóhannes Ólafsson.

Stjórn Knattspyrnufélags ÍA færir þeim aðilum sem nú ganga úr stjórninni þakkir fyrir framlag þeirra til félagsins og óskar nýrri stjórn farsældar í störfum.

Sigrún Ríkharðsdóttir, formaður. Sigurður Arnar Sigurðsson. Kjartan Kjartansson."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×