Innlent

Vopnin kvödd með fánum

Þjóðarhreyfingin hvetur til þess að landsmenn dragi fána að húni á sunnudag, daginn eftir að landið verður formlega herlaust, og boðar jafnframt fagnaðarhátíðina "Vopnin kvödd". Mikið hreinsunarstarf bíður Íslendinga á herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Þjóðarhreyfingin, með lýðræði, boðar hátið á sunnudaginn klukkan tvö á NASA til að fagna því að landið skuli vera herlaust eftir rúma hálfrar aldar hersetu. Aðalræðumaður verður Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra.

Þjóðarhreyfingin telur brýnt að varnarsamningurinn - hinn nýji, við bandaríkjamenn verður lagður fyrir alþingi til samþykktar eða synjunar. Nógu oft sé búið að ganga fram hjá fulltrúum þjóðarinnar þegar kemur að þessum málaflokki, segir Ólafur Hannibalsson leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi það í gær að bandaríkjamönnum skyldi ekki gert að hreinsa til efitr sig en íslendingar fá það verkefni í hendur. Og það er ærið verk. Upplýst var í gær að það væru þekktir 60 mengaðir staðir á herstöðvarsvæðinu. Mest er þetta olíumengun en þó er vitað um PCB mengun á þremur stöðum. Gurnnvatnið er mengað en til þess að hindra frekari mengun verða dúkar breiddir yfir urðunarstaði svo regnvatn skoli ekki meiru af eiturefnum útí jarðveginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×