Innlent

Tappinn verður settur í Kárahnjúkastíflu í fyrramálið

Tappinn verður settur í Kárahnjúkastíflu í fyrramálið og þá mun stærsta fljót Austurlands hætta að renna um farveg sinn, um leið og byrjað verður að safna vatni í Hálslón. Íbúar á Jökuldal segir það út í bláinn og dapurlegt að fólk skuli detta í hug að hætt verði við allt saman.

Aldrei fyrr í Íslandssögunni hefur maðurinn breytt náttúrunni jafn mikið og gert verður á morgun. Jökla, aurugasta fljót landsins, verður annað kvöld orðið að meinlítilli bergvatnsá, með rennsli um það bil einn tíunda af því sem er nú. Elsti bóndinn í sveitinni segir að sjónarsviptir verða af Jöklu en að menn vonist til að fá laxveiðiá í staðinn.

Jón Víðir Einarsson, bóndi á Hvanná, segir fólkið í sveitinni tiltölulega hlutlaust í garð framkvæmdanna. Þegar fréttamaður NFS ræddi við fólkið sem býr á bökkum fljótsins í dag um hugmyndir um að fresta framkvæmdunum sögðu flestir það út í bláinn að gera slíka kröfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×