Mæta liði frá Litla-Hrauni í kvöld
Knattspyrnuliðið KF Nörd fær sitt erfiðasta verkefni til þessa í kvöld þegar liðið mætir knattspyrnuúrvali fanga á Litla-Hrauni í vikulegum raunveruleikaþætti á Sýn. Þátturinn hefst klukkan 21:15 og forvitnilegt verður að sjá hvernig Njörðunum vegnar gegn glæpamönnunum innan girðingar.