Scott Parker kominn aftur í hóp Englendinga 29. september 2006 17:00 Scott Parker er kominn aftur í enska landsliðshópinn, en hann á að baki aðeins tvo landsleiki, þann síðasta vorið 2004. NordicPhotos/GettyImages Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs). Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs).
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira