Schumacher á toppinn 1. október 2006 13:08 Michael Schumacher fagnaði eins og óður maður eftir sigurinn mikilvæga í Kína í dag NordicPhotos/GettyImages Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira