Innlent

Vill þjóðarsátt um utanríkisstefnu Íslendinga

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði þau tímamót sem orðið hafa með brottför hersins að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Hann ræddi um þann klofing sem vera hersins hefur skapað meðal þjóðarinnar. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga. Hann varaði við því að slíkur klofningur gæti myndast í umhverfismálum.

Ólafur Ragnar ræddi einnig um þá þróun að margir reyndir þingmenn væru að hverfa á brott og að þingmenn stöldruðu styttra við en áður. Sérstaklega minntist hann Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og þakkaði honum sín störf.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×