Innlent

Viðskiptahallinn dregst saman

MYND/Hari

Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 10,7% af landsframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn nam 16,1% af landsframleiðslu á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hann nemi 18,7% í ár. Árið 2008 verði hann síðan komminn niður í 3,8% prósent en draga mun úr innflutningi á meðan útflutningur á áli eykst.

Hagvöxtur mun aukast um 1% á næsta ári og um 2,6% árið 2008. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að lending hagkerfisins verði mjúk. Verðbólgan í ár verði 7,3% en á seinni hluta næsta árs verði hún komin í 4,5% prósent.

Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 1,5% af landsframleiðslu árið 2007 en áætlað er að hann verði 4% á þessu ári.

Í langtímaspá ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hagkerfið leiti jafnvægis og að árið 2012 verið hagvöxtur 3%, verðbólga rúm 2% og viðskiptahalli um 2% af landsframleiðslu.

Þeir þættir sem helst skapa óvissu í þjóðhagsspánni eru gengi krónunnar, frekari stóriðjuframkvæmdir og aðstæður í alþjóðlegu efnahagslífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×