Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs 2. október 2006 17:45 Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira