Sport

Við erum í mjög erfiðum riðli

Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum í Evrópukeppninni
Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum í Evrópukeppninni NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol segir sína menn í Tottenham hafa lent í mjög erfiðum B-riðli Evrópukeppni félagsliða í dag en liðið mætir þar Besiktas, Leverkusen, Club Brugge og Dinamo Búkarest.

"Það var vitað mál að við myndum lenda í erfiðum riðli þar sem við vorum í neðsta styrkleikaflokknum fyrir dráttinn. Venjulega væru þrjú af liðunum sem fyrir ofan okkur eru í styrkleika talin mun sigurstranglegri, en bæði við og þeir vita að sú er ekki raunin. Þetta verður mjög spennandi keppni fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að við fáum að mæta Leverkusen úti þar sem Dimitar Berbatov fær að spreyta sig gegn sínum gömlu félögum.

Það er líka augljóst að það verður ekki auðvelt að mæta Besiktas í Tyrklandi þó liðið sé ekki að gera gott mót í deildinni heimafyrir, er alltaf von á mikilli stemmingu frá heimamönnum á pöllunum. Við erum að vonast eftir að ná svo góðum úrsltum á heimavelli gegn rugge á heimavelli til að efla sjálfstraustið fyrir gríðarlega erfiðan leik gegn Leverkusen í Þýskalandi," sagði Martin Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×