Innlent

Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld

Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar.

Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, sagði í fréttum NFS í gær að stórslys hafi orðið við lagningu hitaveitu yfir Laxá í Leirarsveit en í fyrradag var lokað fyrir rennsli árinnar um stund. Hann telur hættu á seiðabúskapur í ánni sem er ein af betri laxveiðiám landsins hafi skaðast við þessar vinnuaðferðir. Starfsmenn hitaveitunnar sögðust vera að vinna verk sem þeim var falið og hefðu til þess tilskilin leyfi.

Árni Ísaksson, í veiðimálastjórn hjá Landbúnaðarstofnun, telur að í kjölfar þess sem gerðist í Svínadal verði að taka sérstaklega fram í leyfisveitinum að ekki megi hrófla við rennsli áa. En samkvæmt lax- og silungsveiðilögunum er sérhver framkvæmd, allt að hundrað metrum frá bökkum veiðiáa, háð leyfi Landbúnaðarstofnunar. Og telur hann að nákvæmrar útlistunar, um hvernig vinna eigi verkið, verði framvegis krafist við útgáfu leyfa. Árni segir að rannsakað verði hvort skaði hafi hlotist vegna vinnubragða starfsmanna hitaveitunnar gæti þeir verið skaðabótaskyldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×