Innlent

Aðför að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni

Byggðaráð Langanesbyggðar mótmælir þeirri harkalegu því sem það kallar aðför stjórnvalda að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni sem felst meðal annars í áformum stjórnar Ratsjárstofnunar um að segja upp 5 af 8 starfsmönnum fyrirtækisins á Gunnólfsvíkurfjalli og bjóða hluta þeirra að starfa áfram hjá því í viðhaldsdeild þess á Miðnesheiði.

Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér undir kvöld segir að með því að leggja niður hátæknistörf á þeim svæðum á landsbyggðinni sem hafi átt undir högg að sækja, hvað atvinnu varðar, og flytja þau á svæði sem einkennast af mikilli þenslu í atvinnulífinu, hlýtur að vekja upp spurningar um það hvort stjórnvöld hafi í raun vilja til að stuðla að þróun og viðhaldi byggðar utan höfuðborgarsvæðisins.

Byggðaráð Langanesbyggðar skorar á ríkistjórn Íslands og Alþingi að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði dregin til baka þegar í stað. Kannað verði hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að efla starfsemi stöðvanna á landsbyggðinni eða sambærilega starfsemi í þeirra stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×