Innlent

Peningaleg staða Reykjavíkurborgar versnað

Peningaleg staða Reykjavíkurborgar hefur versnað um hátt í 90 milljarða króna frá árinu 1994. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar sem KPMG gerði fyrir núverandi meirihluta. Þriggja ára fjárhagsáætlanir hafa ekki náð fram að ganga síðustu árin.

Sérfræðingar KPMG telja að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×