Innlent

Staða Guðfinnu skýrist

Bjarni Ármannsson, bankastjóri og stjórnarmaður í Háskólanum í Reykjavík, og Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, tilkynna væntanlega í hádeginu hver verður staðgengill Guðfinnu og einnig hver framtíðarstaða hennar verður í skólanum.

Guðfinna tilkynnti á sunnudaginn var, að hún sækti eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ætlaði að taka þátt í prófkjöri. Hún sagðist líka myndu gegna stöðu rektors áfram, nema þá að stjórn skólans vildi annað,

Stjórn skólans var kölluð saman strax á mánudag og ákveðið að Guðfinna færi í launalaust leyfi. Enginn staðgengill var settur strax, en deildarforsetar hafa tekið störf hennar á sig eftir því sem NFS kemst næst. Ekki liggur fyrir hvaða skipan mála verður kynnt á fundinum, en ein hugmyndin mun vera sú að hún fari í leyfi fram yfir prófkjörið, og komi svo aftur og verði fram að útskrift nemenda um áramótin. Þá fari hún aftur í leyfi enda taki kosningabaráttan þá við hjá henni á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×