Innlent

Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. MYND/Gunnar V. Andrésson

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember.

Ragnheiður er íslenskufræðingur með uppeldis- og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og framhaldsnám í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands. Hún starfaði sem kennari og skólastjóri í yfir 20 ár.

Ragnheiður hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×