Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fordæmdi í dag þá flokksmeðlimi Danska þjóðarflokksins sem teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni. Pia Kjærsgaard, formaður flokksins, hefur sagt að um saklaust glens hafi verið að ræða. Nokkur reiði hefur verið vegna uppákomunnar hjá múslimum í Mið-Austurlöndum.
Fordæmdi þá sem teiknuðu skopmyndir
