Erlent

Google kaupir YouTube

Stofnendur YouTube Chad Hurley, 29 ára, til vinstri og Steven Chen, 27 ára, til hægri.
Stofnendur YouTube Chad Hurley, 29 ára, til vinstri og Steven Chen, 27 ára, til hægri. MYND/AP

Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna.

YouTube var stofnað í febrúar á síðasta ári og varð fljótlega ein vinsælasta síðan á netinu sem dreifir myndbandsefni. Yfir eitt hundrað myndbönd koma inn á síðuna á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtækið hafi um 46% á þessum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×