Innlent

Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. MYND/Vísir

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld.

Kristján hefur verið bæjarstjóri á Akureyri frá árinu 1998. Hann var bæjarstjóri á Ísafirði á árunum 1994 til 1997 og á Dalvík á árunum 1986 til 1994.

Kristján er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi en Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorvalds Ingvarssonar, lækningaforstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, hafa áður lýst því yfir að þau sækist eftir 1. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×