Sport

Króatar aðvaraðir

Króatískir stuðningsmenn hafa verið til vandræða að undanförnu
Króatískir stuðningsmenn hafa verið til vandræða að undanförnu NordicPhotos/GettyImages

Evrópska knattspyrnusambandið hefur nú sent króatíska knattspyrnusambandinu aðvörun um að hafa hemil á stuðningsmönnum landsliðsins í leiknum gegn Englendingum annað kvöld, en stuðningsmenn króatíska liðsins hafa gerst sekir um kynþáttafordóma að undanförnu.

Ensku landsliðsmennirnir hafa átt það til að verða fyrir kynþáttaníð í leikjum og skemmst er að minnast þegar spænskir áhorfendur létu Ashley Cole heyra það í leik þar í landi.

Evrópska knattspyrnusambandið hefur sent Króötum sterka aðvörun og segir að mjög hart verði tekið á slíku ef það komi upp annað kvöld og benda á að liðinu verði einfaldlega vikið úr keppni ef stuðningsmennirnir halda sér ekki á mottunni.

Króatísku stuðningsmennirnir voru síðast til vandræða á vináttuleik gegn Ítölum fyrir skömmu þegar þeir mynduðu hakakross í stúkunni til að æsa Ítalina upp. Króatar eru að reyna að fá að halda EM 2012 ásamt Ungverjum og ljóst er að ljótar uppákomur sem þessi verða þeim málstað að litlu gagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×