Innlent

Ljósmyndasýning frá leiðtogafundi

Ljósmyndasýningin ,,Leiðtogafundurinn í Reykjavík 1986" verður opnuð almenningi, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, á miðvikudag klukkan fimm. Myndirnar á sýningunni eru 42 að tölu flestar teknar af ljósmyndurum Morgunblaðsins og DV, sem voru tvö stærstu dagblöðin á þeim tíma.

Í fyrsta sinn verða sýndar ljósmyndir frá Rússlandi, af þessum atburði. Annars vegar er um að ræða myndir frá Itar-Tass fréttastofunni og hins vegar frá Yuri A. Lizunov einkaljósmyndara Gorbachevs sem nú er háaldraður maður í Moskvu.

Síðarnefndu myndirnar hafa ekki áður komið fyrir sjónir manna því þær voru sérstaklega framkallaðar fyrir ljósmyndasýninguna. Einnig eru myndir frá ljósmyndurum Hvíta hússins sem Ronald Reagan safnið hefur lánað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×