Innlent

Auðlindanefnd skilar niðurstöðum í dag

Auðlindanefnd, sem skipuð var fyrr árinu til þess að gera tillögur um nýtingu auðlinda í jörðu, hefur skilað af sér skýrslu og verður hún kynnt á blaðamannafundi klukkan ellefu í dag.

Nefndinni var falið að leggja til með hvaða hætti valið yrði á milli umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi á auðlindum í jörðu og jafnframt að marka framtíðarstefnu um nýtingu auðlinda í jörðu. Þar er meðal annars um að ræða jarðhita, jarðefni, grunnvatn og vatnsafl til raforkuframleiðslu.

Skýrsla auðlindanefndarinnar nefnist Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls. Í nefndinni áttu meðal annars sæti fulltrúar allra þingflokka en Karl Axelsson lögmaður var formaður hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×