Innlent

Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag

Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Áformað var að undirrita samninginn í gær en þeirri athöfn var frestað sökum anna hjá Condolezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ekki er annað vitað, á þessari stundu, en Rice sjái sér fært í dag að hitta íslensku ráðherrana þrjá til að undirrita samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×