Innlent

Hinar tvær stíflurnar að klárast

Ein risastífla við Kárahnjúka dugar ekki til að stöðva Jöklu. Þær verða þrjár stíflurnar sem mynda munu Hálslón, og allar eru þegar komnar í flokk stærstu mannvirkja hérlendis, því tvær hliðarstíflur eru að verða tilbúnar.

Desjarárstífla er næst stærsta stífla á Íslandi en hún er 1,1 kílómetri á lengd. Vinna við gerð hennar er á lokastigi og verður hún tilbúin í nóvember. Vestan við Kárahnjúka er Sauðárdalsstífla, heldur minni en Desjarárstífla, en klárast í þessum mánuði. Um 140 manna starfslið Suðurverks vinnur að gerð hliðarstíflanna en Desjarárstífla er 60 metra há.

Það verður næsta vor sem vatn fer að þrýstast upp að hliðarstíflunum um það leyti sem Hálslón nálgast hæstu hæð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×