Innlent

Tekið tillit til matarskattslækkunar við vaxtaákvörðun

Tekið verður tillit til lækkunar matarskatts við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans um mánaðamótin, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Hann segir að skattalækkunin auki spennu en það sé þó til bóta að lækkunin komi ekki til framkvæmda fyrr en næsta vor þegar væntingar séu um að verðbólgan hafi hjaðnað töluvert.

Matarskattslækkunin eykur kaupmátt og veldur þannig spennu. Seðalbankastjóri telur til bóta að það gerist ekki fyrr en með vorinu því væntingar séu til þess að dregið hafi úr verðbólgu þá.

Lækkunin var tilkynnt á sama tíma og ákveðið var að draga til baka frestun opinberra framkvæmda en seðlabankastjóri gefur lítið fyrir áhrif þessara frestana. Hann segir að minnkun framkvæmda hafi staðið afskaplega stutt yfir og það sé ekki víst að hún hafi haft eins mikil áhrif menn hafi vonað. Um sé að ræða fáeina mánuði sem frestunin hafi staðið og hún hafi þannig minna gildi en ella.

Davíð segir matarskattslækkunina ólíka þessu að því leytinu til að hún auki peningamagn almennings í umferð og kaupmáttur aukist og spennan í framhaldinu. Á móti komi jákvæð mælanleg áhrir á verðbólgu þegar tillögurnar taki gildi.

Aðspurður segir Davíð að í þessu sé ekki falin gagnrýni sem slík á stjórnvöld en menn segi kost og lost á aðgerðum sem þessum og menn verði að taka því eins og það sé. Seðlabankankanum beri að gera það og hann geti ekki hrópað hallelúja jafnvel þótt hann sjálfur eigi í hlut, en hann hafi tekið þátt í að lofa þesari aðgerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×